Search this Album
Lykilmyndir (Kristjan Sigfusson) > Austfirðir með FKE í september 2015
Ferð með Félagi kennara á eftirlaunum um Austfirði með bækistöð á Egilsstöðum dagana 1. til 4. sept. 2015.
image

Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli til Egilstaða kl 7:30 að morgni 1. sept.


image

Þegar hafði verið næturfrost á Egilsstöðum.


image

Hvalbak. Minjar eftir skriðjökja sem hér runnu fyrir 10 þúsund árum.


image

Kirkjan á Egilsstöðum. Vígð 1974.


image

Litið yfir svæðið frá kirkjunni í norð-austur. Jórtrandi kýr.


imageimage

Sérkennileg girðing umhverfis garð.


image

Tröllakarfa, mennsk kona til viðmiðunar.


image

Hótel Valaskjálf. Þar gistum við meðan á ferðinni stóð.


image

Guðmundur Ingi, fararstjóri fyrsta dags og Bjarni Sighvatsson.


image

Beðið eftir rútunni.


image

Miðbærinn (?)


image

Á leið út úr bænum. Egilsstaðir og þéttbýlið á Hlöðum í Fellum, eru einu staðirnir á Austurlandi með hitaveitu.


image

Eiðar. Var stórbýli til forna. Var skólasetur. Búnaðarskóli var á Eiðum. Á Eiðum var hótel (Guðrún Lára)


image

Guðrún Lára segir frá Eiðum og því tímabili þegsr hún og móðir hennar ráku þar gistiheimili.


image

Sumarhús Jóhannesar Kjarval. Húsið vinstramegin á myndinni er bátaskýlið hans.


image

Séð af Ósfjalli yfir Héraðssanda.


image

Nýjagras séð frá Geldingarfjalli.


image

Hér hefur þokunni aðeins létt af Héraðssandi.


image

Njarðvíkur. Hafþoka. Austfjarðaþokan.


imageimage

Í Njarðvíkurskriðum.


image

Krossinn í Njarðvíkurskriðum. Hann á í krafti Krists að vernda vegfarendur gegn ógnum veðra og óféta.


image

Bakkagerði. Þorp í Borgarfirði eystra. Húsið með gula gaflinn er Álfakaffi.


image

Í Botni Borgarfjarðar eystri.


image

Hafnarhólmi og höfnin innan við hann, sem gerð var á árunum 1973 - 2001


image

Íbúar í Hafnarhólma.


image

Garðurinn sem lokar Hólmasundinu. Höfnin hefur fengið alþjóðlega umhverfisviðurkenningu. Bláfánann.


image

Augnablik í Hafnarhólma.


image

Ef vel er að gáð sést í þak sumarbústaðar sem bróðir Halldórs Ásgrímssonar, heitins, á.


image

Höfnin er ekki stór um sig en er 3 m djúp.


image

Dyrfjöll séð frá Borgarfirði eystra. Þau eru á milli Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri. Tindurinn vinstra megin heitir Dyrastafur.


image

Álfaborgin í Borgarfirði eystri. Höll Brynhildar álfadrottningar Íslands.


image

Bakkagerðiskirkja lengst til vinstri. Flutt þangað frá Desjarmýri árið 1900.


image

Álfakaffi.


image

Þekktar eru saltfisksbollur þeirra og fiskisúpan.


image

Einnig má nefna vöfflur með sultu og rjóma og það sem sést á myndinni.


imageimageimageimage

Í Álfakaffi hanga nokkrar gersemar eftir Jóhannes S. Kjarval.


imageimage

Ennþá einu sinni Dyrfjöll í baksýn. Séð frá Borgarfirði eystri, Álfakaffi.


imageimage

Bakkagerðiskirkja. Sr. Einar Þórðarson var fyrsti prestur þar (1904-1909).


image

Altaristaflan er eftir Jóhannes S. Kjarval. Myndefnið er Kristur að flytja Fjallræðuna á Álfaborginni.


image

Ákaflega notalegt var að hlusta á Guðmund Inga segja frá kirkjunni og ýmsu öðru í sambandi við félagslíf á staðnum.


imageimageimage

"Organistinn". Kirkjan var smíðuð úr timbri 1900-1901. Járnvarin í áföngum 1907-1925.


image

1951 var steypt utan um kirkjuna og reist lítil forkirkja. Seinna var steypan fjarlægð, gert við húsgrindina


image

og gengið frá kirkjunni sem bárujárnsklæddu timburhúsi og byggð ný og stærri forkirkja,


image

það var gert um síðustu aldamót.


image

Hér sést altaristaflan betur.


image

Fallegur sumarbústaður í Bakkagerði. Þarna var búið í áratugi.


image

Þessi er gamall og takið eftir því að hann er ekki fótstiginn (Hverfissteinn)


image

Þetta verk hékk uppi á vegg í heiðurssæti í gamla bænum.


image

Ljósgrýti (granófýr, líparít eða perlusteinn)


image

Dyrfjöll. Héraðsmegin er Urðardalur. Í botni hans er stórgrýtt urð, Stórurð, sérstæðasta og mikilfenglegasta framhlaup á Austurlandi.


image

Dyrfjöll, einu sinni enn. Jöklar surfu skarðið-dyrnar í fjallgarðinn. Borgarfjarðar megin gengur Jökuldalur upp undir Dyr, þar er jökull í botni.


image

Og svo fór að rigna en bara smá stund til að vökva alheiminn.


image

Dagur tvö.


image

Haldið af stað


image

til Seyðisfjarðar.


imageimageimage

Þarna sést til Seyðisfjarðar ofan af Fjarðarheiði. Fjallið vinstra megin er Bjólfur.


imageimage

Færeyska ferjan er í höfn.


imageimage

Séra Sesil prestur á Seyðisfirði var leiðsögumaður okkar á Seyðisfirði.


imageimage

Þarna sést kirkjan á Seyðisfirði og prestsbústaðurinn er lengst til hægri.


image

Eftir gagngerar endurbætur, eftir bruna, var Seyðisfjarðarkirkja endurvígð 20. maí 1990.


image

Karl Sigurbjörnsson vísiteraði kirkjuna 27. ágúst 2003.


image

Kirkjan stendur við botn fjarðarins á Fjarðaröldu, á svokallaðri Longlóð, Bjólfsgötu 10.


image

Minnismerki um Inga T. Lárusson (1892-1946)


imageimage

Formaður vor við eftirgerð af Dvergasteini, sem er við hlið kirkjunnar. Að Dvergasteini (sveitabæ)var kirkja Seypfirðinga í meira en 7 aldir.


image

Gamli og nýi tíminn.


image

Svona var veðrið þennan dag.


image

Á Seyðisfirði ver stofnuð fyrsta landssímastöð landsins.


image

Fyrirsæta í settinu.


image

Ljósmyndarinn undirbýr myndatöku.


imageimage

---...---. Þessi sími er nokkuð gamall. Á hans tíma var hægt að hlusta á samtöl annarra.


image

Nú liggur leiðin í smiðjuna.


image

Inni í vélsmiðjunni.


image

Skiptihjól við rennibekkinn.


imageimageimage

Þeir aðstoða kafarann.


image

Bústaður prestsins. Í baksýn hlíðar Bjólfsins.


imageimage

Vestdalseyri. Þar myndaðist þorp upp úr miðri 19. öld. Rústin er af Gránufélagsstöðinni.


image

Gránufélagið hafði þar aðalbækistöð fyrir Austurland fram yfir aldamótin 1900


image

Þar var kirkja frá 1862. Sú fauk 1884. Hún var endurreist og stóð þar til ársins1922.


image

Þessi tangi er það sem eftir er af bryggju sem var á Vestdalseyri.


image

Úr bryggjudyrunum gat faktorinn litið yfir á Seyðisfjörð nýja þorpið.


image

Og svo er að koma fólkinu inn í rútuna til að geta staðist tímaáætlun.


imageimage

Þessir kappar voru búnir að fara hringinn um Ísland og voru á leið um borð í Norröna.


imageimage

Minnismerki um Otto Wathne. Hann átti mikinn þátt í viðgangi Seyðisfjarðar.


imageimage

Egilsstaðir


image

Hestaat, eða hvað?


image

Eða hér?


image

Vallaneskirkja. Þar var þriðji prestur Oddur Teitsson, ráðsmaður í Skálholti á dögum Vilkíns biskups. En séra Sigurður Sigurðsson þjónaði fyrir hann.


image

Séra Stefán Ólafsson (um 1619 – 29. ágúst 1688) var skáld, prestur og prófastur í Vallanesi.


image

Altari Vallaneskirkju.


image

Sölubás Móður jarðar í Vallanesi.


image

Vallaneskirkja. Séra Ágúst Sigurðsson var sóknarprestur á Völlum 1966-1970.


imageimageimageimage

Kaffistell skólastjóra Hallormstaðaskóla.


image

Frú Guðrún Lára var skólastjóri Hallormsstaðaskóla árið 1968-1969.


image

Brekkugerðishús sjást þarna handan við Lagarfljót.


image

Atlavík. Þar skemmti sér Ringo Star einn Bítlanna með Hljómum á Atlavíkurhátíð.


image

Hengifoss. Hann er þriðji hæsti foss á landinu 118 m.


image

Nú nálgumst við Skriðuklaustur, þar sem Gunnar Gunnarsson og kona hans Franziska bjuggu í níu ár.


image

Gunnar let byggja húsin árið 1939. Vinur hans þýski arkitektinn Fritz Höger, teiknaði húsið


image

Minnismerki um Gunnar Gunnarsson (1889-1975)


image

Kostnaður við að reisa húsið var á við byggingu 10 einbýlishúsa í Reykjavík.


image

20-30 manns unnu við að reisa húsið og voru skráðar vinnustundir alls um 33 þúsund.


image

Fyrir utan þá sem unnu beint við bygginguna voru einnig á staðnum matráðskonur og vikapiltar


image

Gera má ráð fyrir að allt í allt hafi hátt í hundrað manns komið að verki við ýmsa hluti varðandi bygginguna.


image

Húsið er steinsteypt með torfþaki. Tvöfaldir veggir með torfeinangrun. Blágrýtis hnullungar eru í steypu ytra byrðis.


image

Aðalandyri er þarna í skugganum.


image

Svölum var bætt við árin 1974-1978. Hleðslumeistari var Sveinn Einarsson.


imageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimageimage

Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar


image

Þessi mynd þarfnast engra skýringa.


imageimage

"Þegar maður kemur út úr Íslenska stríðsárasafninu er maður aðeins meira meðvitaður um söguna, aðeins meira meðvitaður um þjáningu og dauða þess tíma sem er í sjálfu sér ekki fjarlægur.


imageimageimageimageimageimageimageimage

Konan sem stjórnar Tanna.


imageimageimageimage

Gamli Franski spítalinn orðinn að hóteli og gæða matsölustað fyrir túrhesta.


image

Franskur sjómaður veikur og frönsk nunna vakir yfir honum.


image

Beðið eftir að fá viðtal hjá lækninum.


image

Minjagripur frá Íslandi.


imageimage

Líkan af franskri GÓLETTU = máfi. (180 tonna skip, 35 m langt, 7,5 m á breidd, 3-5 m á dýpt. Stórmastrið aftara var 20,75 m hátt,


image

fremra mastrið 0,5 m lægra. Seglin voru 9 alls samtals um 500-530 m2 að stærð. Skipið er lifandi vera sem prestur skírir.


image

Kaþólsk kapella helguð sjófarendum (á Fáskrúðsfirði)


imageimage

Fyrir framan kapelluna.


image

Þarn liggur aftara mastur af GÓLETTU rúmlega 20 m langt.


image

Minnismerki um skipstapa (strand) á Mýrum.


imageimage

Í læknum voru steinar með nöfnum skipa sem fórust á Íslandsmiðum.


imageimage

Bláklukkur


image

Requiescant in Pace.


image

Franski kirkjugarðurinn í Fáskrúðsfirði. Þar hvíla í sinni hinstu gröf 49 franskir sjómenn.


image

Hafið var þó hinsta hvíla flestra frönsku sjómannanna sem voru um borð í gólettunum sem fórust hér við land.


image

400 frönsk skip fórust við Íslandsstrendur og með þeim um eða yfir 4000 sjómenn á árunum frá 1825 fram að fyrri heinstyrjöld.


imageimage

Víða á landinu okkar eru svona möstur os línur hluti af útsýninu.


image

Horft úr Klifsbrekku á Mjóafjarðarheiði út Mjóafjörð. Mjóafjarðarheiði er fjallvegur milli Mjóafjarðar og Fljótsdalshéraðs.


image

Fjarðará rennur í Mjóafjörð. Mjóifjörður er 18 km langur og 2 km á breidd utar en mjókkar inn.


image

Klifsbrekkufossar í Fjarðará í Mjóafirði.


imageimageimage

Mjóafjarðarkirkja. Kirkjan stendur neðarlega á Borgareyrartúni í Brekkuþorpi.


image

Altarið í Mjóafjarðarkirkju. Vilhjálmur Hjájmarsson var sóknarnefndarformaður í 36 ár.


image

Hlustað á Sigfús Vilhjámsson.


image

Leiði Vilhjálms Hjálmarssonar (1914-2014), bónda, alþingismanns og ráðherra mm.


image

Askeyri. Þarna og í Hamarsvík reistu Ellefsen og Breg hvalveiðistöðvar. Þar voru yfir 20 hús og í vinnu hjá þeim voru um 200 manns.


image

Á tímabili var Asknesstöðin stærsta hvalveiðistöð í heimi. Veiðarnar stóðu frá aldamótum 1900 til 1912.


image

Rekaviður og ankeri. Undir rót rekaviðar sést bærinn Kastali.


imageimage

Fallegur útsaumur í stofu á Brekku í Mjóafirði.


image

Heimilið á Brekku í Mjóafirði er fögur heimild um hús og húsbúnað frá 20. öld.


imageimage

Setið og skrafað í eldhúsinu.


imageimage

Brekka í Mjóafirði.


image

Höfnin í Mjóafirði og fallegu (hrikalegu) fjöllin handan fjarðar.


image

Einu minjarnar um umfangsmikla starfsemi hvalveiðistöðvanna í Mjóafirði.


image

Innrásarprammi (að grotna niður)


image

Prestagil. Þar bjó tröllskessa.


image

Og hefst þá lokadagurnii.


imageimage

Minnismerki um þann sem átti hugmyndina að vegagerð um Öxi.


imageimage

Höfnin á /í Djúpavogi.


image

Vinnustofa Rikarðs Jónssonar. (Sett upp í Löngubúð á Djúpavogi)


imageimageimageimageimage

Frá Gleðivík


image

Eggin í Gleðivík.


image

Takið eftir því hvernig jarðlögin halla inn til landsins.


imageimage

Eystra-Horn.


imageimage

Kirkjan á Hornafirði.


imageimage

Heinabergsjökull. Hann rennur á mótum Suðursveitar og Mýra.
Bæirnir fyrir framan eru á Árnanesi. Hornafjarðar-flugvöllur er í
landi Árnaness (var áður á Melatanga).


imageimage

Smyrlabjörg.


imageimageimage

Aðalfararstjórarnir.


imageimageimageimage

Myndirnar mínar frá


image

Breiðamerkurlóni, skemmdust nær allar.


image

Hér sést frá Reynisfjöru að Dyrhólaey.


imageimageimageimageimageimage

Syðsti sveitabær á Íslandi.


image

Þarna sést eðlisfræðilegt lögmál. Eyjarnar hitna og heitt loftið stígur upp frá þeim og kólnar og myndar ský.